Þorgerður hlaut 61 atkvæði af 64

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á landsþingi flokksins um helgina.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á landsþingi flokksins um helgina. mbl.is/Hilmar Bragi

Eitt hundrað manns var skráð til þátttöku á landsþingi Viðreisnar sem fram fór um helgina í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram á vefsíðu flokksins í dag.

Það vakti athygli um helgina að aðeins var gefið upp hversu mörg prósent þeirra sem atkvæði greiddu hefðu kosið í formanns- og varaformannskjörinu.

Þegar Morgunblaðið reyndi að fá upplýsingar um fjölda atkvæða á bak við prósentutölurnar fengust þau svör að ákveðið hefði verið að gefa ekki upp hversu margir hefðu sótt fundinn og hversu margir hefðu greitt atkvæði.

Þessar upplýsingar hafa hins vegar verið veittar í dag. Þannig hlaut Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 61 atkvæði af 64 greiddum í formannskjörinu eða 95,3% og Þorsteinn Víglundsson 64 atkvæði af 66 í varaformannskjörinu eða 98,5%.

Þá voru 66 atkvæði greidd í stjórnarkjöri. Benedikt Jóhannesson hlaut 58 atkvæði, Hildur Betty Kristjánsdóttir 54 atkvæði, Sara Dögg Svanhildardóttir 47 atkvæði og Karl Pétur Jónsson og Sveinbjörn Finnsson 44 atkvæði hvor.

Varamenn í stjórn voru kjörin Ingunn Guðmundsdóttir með 36 atkvæði og Friðrik Sigurðsson með 23 atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert