Þjóðarátak þarf til að koma vegum í lag

Suðurlandsvegur var lokaður í fjóra tíma eftir slys við Kirkjubæjarklaustur …
Suðurlandsvegur var lokaður í fjóra tíma eftir slys við Kirkjubæjarklaustur á sunnudag. Krafa er uppi um endurbætur á vegum þar. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af ástandinu í umferðarmálum hér á landi. Það er ekki bara það að vegirnir séu að molna niður heldur er umferðin orðin svo ótrúlega mikil. Frá okkar bæjardyrum séð er ástandið þannig að það þarf að ráðast í þjóðarátak til að koma vegunum í lag. Það þarf að hugsa stórt þarna og fjárfesta í þessum innviðum án tafar.“

Þetta segir Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá. Morgunblaðið greindi í gær frá umferðarslysi sem varð við Kirkjubæjarklaustur. Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið í vetur og fimm hafa látist í umferðinni það sem af er ári. Hávær krafa er uppi í samfélaginu um úrbætur í vegamálum.

Í umfjöllun um mál þetta í vegamálin í Morgunblaðinu í dag bendir Sigurjón á að frá hruni hafi þessi mál stöðugt þróast til verri vegar. Ferðamönnum hafi fjölgað hratt og umferð aukist, en á sama tíma hafi endurbætur og framkvæmdir setið á hakanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert