Markmiðið að hjálpa einhverfum

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin í fjórða sinn í febrúar. Myndin Reglur leiksins varð hlutskörpust og hlaut verðlaun fyrir bestu myndina, besta leik, bestu tækni og áhorfendaverðlaun. Myndin fjallar um einhverfu stelpuna Lúnu og byggir á reynslu Maríu Carmelu Torrini sem gerði handritið.

mbl.is hitti Maríu Carmelu á dögunum ásamt Guðmundi Elí Jóhannssyni sem leikstýrði og gerði tónlistina í myndinni en María segir að helsta markmiðið með gerð hennar hafi verið að hjálpa fólki að skilja krakka á einhverfurófinu og ekki síður til að hjálpa þeim.

Hér fyrir neðan má sjá myndina en í næsta mánuði verður Blár Apríl sem er helgaður málefninu og verður myndin notuð til þess að auka þekkingu fólks á einhverfu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert