Hnúfubak rak á land í Héðinsfirði

Hnúfubakinn sem rak á land er um 17 metrar að …
Hnúfubakinn sem rak á land er um 17 metrar að lengd. Ljósmynd/Lisa Dombrowe

Fullvaxinn hnúfubakur hefur legið dauður í nokkurn tíma í fjöru í Héðinsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Ægissyni, fréttaritara mbl.is og Morgunblaðsins á Siglufirði, var hvalsins fyrst vart 9. mars en sennilega er töluvert lengra síðan hvalinn rak á land.

Í umfjöllun Siglfirðings um hvalrekann segir að þótt gríðarmikið sé orðið um hnúfubaka í Eyjafirði og Skjálfandaflóa er ekki algengt að sjá þá í mynni Héðinsfjarðar eða í Siglufirði.

Fullvaxinn hnúfubakur er yfirleitt á bilinu 11 til 17 metrar að lengd og um 20 til 35 tonn að þyngd. Talið er að sá sem liggi í fjörunni í Héðinsfirði sé um 17 metra langur.   

Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun er allur gangur á því hvort hvalshræ séu fjarlægð og fer það þá helst eftir staðsetningu og áhrif á umlykjandi náttúru. 

Óvíst er hversu lengi hvalurinn hefur legið í fjörunni.
Óvíst er hversu lengi hvalurinn hefur legið í fjörunni. Ljósmynd/Lisa Dombrowe
Lisa Dombrowe
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert