Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

Veðurhorfur kl. 12 á hádegi í dag, sunnudag.
Veðurhorfur kl. 12 á hádegi í dag, sunnudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Milt veður hefur verið undanfarna daga en veðurfræðingurinn Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir ólíklegt að blíðan muni halda sér fram á vor. „Þetta er bara á meðan það liggur í þessum mildu suðlægu áttum. Það verður svipað fyrri part vikunnar en það er ekki víst að þetta rólega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenjulegt.“

Hann segir veturinn vel geta átt eftir að minna á sig, og að búast megi við að skammvin hret láti á sér kræla í apríl og maí og í versta falli fram í júní. Hvað páskana varðar segir hann útlitið enn óljóst.

Veðurhorfur fyrir landið í dag er suðlæg átt 5-13 m/s en 3-10 á morgun. Dálítil rigning verður öðru hverju Sunnan- og Vestanlands, en hægari og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti er yfirleitt 5 til 10 stig að deginum en víða vægt næturfrost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert