Engar óhefðbundnar lækningar

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert

Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð.

Þetta kemur fram á vefsíðu Landspítalans.

Um fimm­tíu sál­fræðing­ar skrifuðu á dögunum und­ir yf­ir­lýs­ingu sem var ný­lega send Sál­fræðinga­fé­lagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggj­um sín­um af notk­un óhefðbund­inna lækn­is­meðferða við geðsjúk­dóm­um.

Á síðu Landspítalans segir að hið sama geri nær allir spítalar á heimsvísu. Má þar nefna slökun, jóga og íþróttir.

„Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á síðunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert