Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppeldi fjögurra barna hafa verið góðan …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppeldi fjögurra barna hafa verið góðan undirbúning fyrir stjórnmálin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag.

Sagði Logi Sjálfstæðisflokkinn vera farin að haga sér eins og barn sem reyni á styrk foreldra sinna í samstarfinu við VG og að þá reyni á að foreldrið sýni mildilega staðfesti. Margt gefi þetta til kynna, ekki síst ályktun landsfundar flokksins nú um helgina. Þar segi að mikilvægt sé að horfa til fjölbreyttra rekstarforma í heilbrigðisþjónustu, sem gefi til kynna vilja til aukinnar einkavæðingar á heilbrigðissviðinu.

Getur ráðherra „staðfest að ekki verði farið í frekari einkavæðingu á sinni vakt?“ spurði Logi.

Því svaraði Svandís til að sinn besti undirbúningur fyrir stjórnmálin væri væntanlega að vera fjögurra barna. „Ég mun gegna embættinu í samræmi við samstarfsyfirlýsingu flokkanna,“ sagði hún og kvað uppbyggingu opinbera heilbrigðiskerfisins vera mikilvægasta verkefnið og að það væri í samræmi við ábendingar ríkisendurskoðunar.

„Til að mynda varðandi ómarkviss kaup á þjónustu Sjúkratrygginga, sem endurspegla þá niðurstöðu sem við sitjum uppi með eftir þessa tilraun, sem ég vil kalla svo, og súpa seyðið af takmarkaðri stefnumótun í málaflokknum,“ sagði Svandís.

Hún hafi lagt upp með að hitta fulltrúa allra flokka og telji að þingið sé sammála því að tryggja sameiginlega sýn á framtíðarskipan heilbrigðiskerfis með jöfnuð að leiðarljósi.

„Það er ánægjulegt að ráðherra vísi landsfundarályktuninni út á hafsauga,“ sagði Logi og kvað ráðherra þá ekki geta reitt sig á að það náist samstaða við stjórnarflokkana um framtíðaruppbygginguna.“

Því svaraði ráðherra til að það verði ekki síður áskorun að ná sameiginlegum tóni um málið í þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert