Líta málið alvarlegum augum

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur Mynd/Kristinn Ingvarsson

Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans, í Bretlandi í síðustu viku. „Bresk stjórnvöld líta málið mjög alvarlegum augum,“ segir Baldur.  „En samt verður að segja að viðbrögð breskra stjórnvalda séu hófstillt að því leyti að þau bregðast við með hefðbundnum diplómatískum aðferðum. Með því að banna stjórnmálamönnum og konungsfjölskyldunni að fara á HM í fótbolta í sumar og að vísa diplómötum úr landi.“ 

Baldur segir Breta vera nokkuð vissa í sinni sök. „Það, að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, skuli segja opinberlega að hann telji að Pútín beri ábyrgð á þessu og hafi tekið ákvörðun um þetta, er þess valdandi að maður eiginlega trúir því varla að hann geri það án þess að hafa eitthvað áreiðanlegt í höndunum. Þetta er svo alvarleg yfirlýsing að það hlýtur að vera.  Yfirleitt tala ráðamenn ekki svona nema eitthvað mikið gangi á.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér. 

Ísland vaknar er alla virka daga klukkan 06:45-09:00 á K100 og í Sjónvarpi Símans á rás 9.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert