Ný steinkápa á kirkjuna eftir skemmdarverk

Skemmdarverk á Akureyrarkirkju.
Skemmdarverk á Akureyrarkirkju. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Minjastofnun hefur úthlutað 2,5 milljónum króna til viðgerða á Akureyrarkirkju, en setja þarf nýja steiningu á suður- og austurhlið hennar eftir skemmdarverk sem unnin voru á guðshúsinu að næturlagi 4. janúar á síðastu ári.

Þá fór spellvirki með úðabrúsa á fjórar kirkjur í bænum og ritaði þar skilaboð sem lýstu andúð á trúarbrögðum, auk þess sem þar var að finna heimspekitexta og tákn.

Lítið mál var að afmá krotið af Glerárkirkju, kirkju Hvítasunnusafnaðarins og Péturskirkju, kirkju kaþólska safnaðarins, en í Akureyrarkirkju smaug liturinn inn í steinkápuna og ómögulegt er að verka hann upp þótt lítið eitt hafi verið hreinsað burt. Því þarf að leggja nýja klæðningu sem talið er að muni kosta 12-16 millj. kr, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert