5-10% innblöndun hefur engin áhrif

mbl.is/Helgi Bjarnason

Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, framleiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar.

Allt að 10% innblöndun er algeng í norskum ám. Hafrannsóknastofnunin á Íslandi miðar við það í sínu áhættumati að blöndunin megi ekki fara yfir 4% markið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Norskir vísindamenn hafa þróað líkan sem sýnir hvernig erfðaeiginleikar eldislax hafa áhrif á villta laxastofna. Grein um rannsóknina hefur birst í vísindatímaritinu Evolutionary Applications. Í frétt í Dagens Næringsliv er sagt frá starfinu og rætt við Kevin Glover sem er yfirmaður rannsókna á Hafrannsóknastofnuninni í Noregi og prófessor við háskólann í Bergen. Hann var aðalfyrirlesari á málþingi erfðanefndar landbúnaðarins um áhrif laxeldis á villta laxastofna sem haldið var hér á landi í byrjun febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert