Kosningalög óbreytt um sinn

Þriðju umræðu um frumvarp að breytingum á kosningalögum var frestað …
Þriðju umræðu um frumvarp að breytingum á kosningalögum var frestað fram yfir páska. Hluti þingmanna var sakaður um málþóf til að tefja fyrir málinu. Um tveir mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt.

Vísar hann bæði til viðvörunarorða dómsmálaráðuneytisins sem birtust í umsögn með frumvarpinu og bókunar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómsmálaráðuneytið sagði grundvallarbreytingar sem þessar auka hættuna á að mistök yrðu við framkvæmd kosninganna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þriðju umræðu um frumvarpið var frestað í gærkvöldi og er þingið komið í páskafrí. Nokkrir þingmenn sem hafa lýst sig andvíga frumvarpinu voru í gærkvöldi gagnrýndir fyrir málþóf og sakaðir um að hindra að vilji þingsins næði fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði málþófið vonbrigði þar sem skýrt hefði komið fram í annarri umræðu að frumvarpið nyti yfirburðastuðnings. Óli Björn segir að mál sem þetta verði að afgreiða með góðum fyrirvara, minnst ári fyrir kosningar, og í góðri sátt innan þingsins og þjóðfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert