Hægt að aka hringinn á rafmagni

Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Hægt er að aka hringinn um landið á rafmagnsbíl eftir að Orka náttúrunnar opnaði hraðhleðslustöð við Mývatn í dag.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Friðrik Jakobsson, sem starfar við ferðaþjónustu í Mývatnssveit, hafi fengið sér fyrstu hleðsluna í dag að viðstöddum Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra og Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON.

Hleðslustöðin stendur við Fosshótel í Reykjahlíð og auk hraðhleðslunnar er þar líka hefðbundin hleðsla. Á milli Mývatns og Egilsstaða eru 165 kílómetrar og þar á milli er hlaða ON á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert