Ungliðar sammála um frumvarp

Fundur á Alþingi.
Fundur á Alþingi. mbl.is/Golli

Þverpólitísk samstaða er meðal ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna um að samþykkja frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ára aldur.

„Okkur þykir óttalega sorglegt hvernig þetta fór; stöðvað af nokkrum miðaldra körlum,“ segir Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það er leiðinlegt að þingmenn hafi með málþófi komið í veg fyrir að frumvarp, sem nýtur stuðnings mikils meirihluta Alþingis, fengi afgreiðslu fyrir páska,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hreyfingarnar sendu í sameiningu bréf til þingmanna þar sem þeir voru hvattir til að samþykkja frumvarpið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert