Skjálfti að stærð 3,3 norðan Vatnajökuls

Skjálftinn varð norður af Vatnajökli, 7,6 kílómetra SSA af Upptyppingum.
Skjálftinn varð norður af Vatnajökli, 7,6 kílómetra SSA af Upptyppingum. Skjáskot/Vedur.is

Skjálfti að stærð 3,3 reið yfir norður af Vatnajökli á tólfta tímanum í dag. Upptök skjálftans voru 7,6 kílómetra suðsuðaustan af Upptyppingum og voru þau á 12,4 kílómetra dýpi. Þetta kemur fram á skjálftavef Veðurstofunnar, en ekki er enn búið að greina skjálftann nákvæmlega.

Um stakan skjálfta var að ræða og hefur enginn annars skjálfti verið á svæðinu síðasta hálfa sólarhringinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert