Birgitta hætt í Pírötum

Birgitta Jónsdóttir segist vera hætt í Pírötum.
Birgitta Jónsdóttir segist vera hætt í Pírötum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda þingflokksins, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú síðdegis að hún sé hætt í flokkinum.

„Ég er hætt í hljómsveitinni (Píratar) sem ég stofnaði. Það er léttir,“ sagði í færslu Birgittu.

Skjáskot/Facebook

Þá sagði Birgitta í viðtali sem birt er á vef Fréttablaðsins í dag að hún myndi ekki ráðleggja „neinum með fullu viti að fara út í stjórnmál í þessum tíðaranda sem er á Íslandi. Þetta er eins og að fá holdsveiki og allt í einu er maður bara fair game. Alveg sama hvað maður gerir. Maður gerir aldrei neitt rétt. Maður gerir aldrei neitt vel,“ er haft eftir Birgittu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert