Háskólanemar vinna mikið

Við Háskóla Íslands.
Við Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 40% íslenskra háskólanema skilgreina sig með fötlun, langvarandi heilsufarsvandamál eða annars konar hömlun, samanborið við 25% annars staðar á Norðurlöndunum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar samevrópskrar könnunar á högum háskólanema. Könnunin, sem er á vegum Eurostudent, tekur til 320.000 háskólanema í 28 Evrópulöndum en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er með.

Háskólanemar á Íslandi verja samkvæmt könnuninni svipuðum tíma og annars staðar í fyrirlestra, dæmatíma, próf og annað skipulagt nám, um 16 klukkustundum á viku. Tíminn sem fer í nám utan kennslu er hins vegar umtalsvert meiri en meðaltal annarra landa, auk þess sem íslenskir háskólanemar vinna meira en evrópskir félagar þeirra. Þannig vinnur meðalháskólaneminn hér 15 klukkustundir á viku, sem er um 38% starfshlutfall.

Samanlagt verja háskólanemar á Íslandi því meiri tíma í nám og launaða vinnu en í nokkru öðru þátttökulandi, um 50 klukkustundum á viku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert