Heillandi útsýni með Hallgerði

Lokastefna að Akureyrarflugvelli.
Lokastefna að Akureyrarflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Bjart að líta til allra átta og fannhvítir jöklanna tindar. Í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli kleif Hallgerður langbrók, en svo heitir vél Air Iceland Connect, bratt yfir Vatnsmýri, Kvos og Sund og svo var stefnan tekin í norðaustur. Yfir efsta kolli Esjunnar sást inn á hálendið.  

Esjan og Kistufell fremst til hægri. Móskarðshnjúkar ögn innar og …
Esjan og Kistufell fremst til hægri. Móskarðshnjúkar ögn innar og svo Laugardalsfjöllin og Hrafnabjörg. mbl.is/Sigurður Bogi

Þegar inn yfir brúnir hálendisins kom kom blöstu við Hlöðufell, Bláfell, Kerlingarfjöll og í blárri móðu í austrinu mótaði fyrir Hvannadalshnjúk. Flugleiðin var yfir Langjökul, þaðan var svo sveigt til austurs og flogið yfir Blöndulón. Þar sást niður í fremstu dali Skagafjarðar sem voru einu sinni djúpar ristur í landi sem allt var undir snjó.

Jóhann Skírnisson flugstjóri fór í 21 þúsund fetum milli Reykjavíkur og Akureyrar dag einn í síðustu viku og mbl.is fór með eina bunu fram og til baka.

Hömrum girt Hlöðufell.
Hömrum girt Hlöðufell.

Birtan sem liggur í loftinu þessa dagana er einstaklega tær og falleg og þá er gaman að fljúga yfir landið okkar góða. Hálendið heillar en svo var líka margt áhugavert að sjá í byggð, á þessari undarlegu árstíð sem er einhversstaðar mitt á milli vetrar og vors. Nokkrar myndir úr ferðinni segja allt sem þarf.

Skagafjarðardalir.
Skagafjarðardalir.
Eyjafjarðarsveit. Eyjafjarðaráin hlykkjast fram talinn og neðan við skóglendið er …
Eyjafjarðarsveit. Eyjafjarðaráin hlykkjast fram talinn og neðan við skóglendið er Hrafnagilshverfi.
Bombardier Q 400 frá Iceland Air Connect á Akureyrarflugvelli.
Bombardier Q 400 frá Iceland Air Connect á Akureyrarflugvelli.
Jóhann Skírnisson er gamalreyndur flugstjóri og á um 16.000 flugtíma …
Jóhann Skírnisson er gamalreyndur flugstjóri og á um 16.000 flugtíma að baki. Sigurður Bogi Sævarsson
Eiríksjökull.
Eiríksjökull. mbl.is/Sigurður Bogi
Hvítá í Borgarfirði.
Hvítá í Borgarfirði. Sigurður Bogi Sævarsson
Skorradalsvatn og Skessuhorn.
Skorradalsvatn og Skessuhorn.
Kjalarnes og Grundarhverfi.
Kjalarnes og Grundarhverfi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert