Samþykktu beiðni um EES-skýrslu

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á Alþingi í dag beiðni þrettán þingmanna Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Fyrsti flutningsmaður var Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, en fram kemur í greinargerð að EES-samningurinn hafi haft víðtæk áhrif hér á landi og vísað til skýrslu sem gerð var í Noregi fyrir nokkrum árum þess efnis að samningurinn hafi náð til fleiri þjóðfélagsþátta en lagt hafi verið upp með í byrjun þegar samningurinn var gerður. Þá hafi vaknað upp alvarlegar spurningar um skort á lýðræði og afsal á fullveldi Noregs.

Beiðnin var samþykkt mótatkvæðalaust með 41 atkvæði en 10 voru skráðir með fjarvist og 12 fjarverandi. Utanríkisráðherra hefur tíu vikur til þess að ljúka skýrslugerðinni samkvæmt lögum um þingsköp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert