L 121 tekur á sig mynd í Lúx

Ólafur Jóhann Sigurðsson vinnur nú að því að gera upp …
Ólafur Jóhann Sigurðsson vinnur nú að því að gera upp gamlan Bronco í bílskúrnum sínum í Lúxemborg. Þegar vinnan er búin verður bíllinn kominn með sitt upprunalega útlit og þá verður hann e.t.v. sýndur hér heima.

„Þegar bíllinn loks kom vildi ég helst setjast niður og gráta. Hann var haugryðgaður og í raun alveg búinn. Kramið var hins vegar gott og hljóðið í vélinni enn betra,“ segir Ólafur Jóhann Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið.

Jeppi í hans eigu er af gerðinni Ford Bronco árgerð 1974, en bifreiðina keypti hann á Íslandi í janúar 2017 og var hún í kjölfarið send út til Lúxemborgar þar sem Ólafur Jóhann býr ásamt fjölskyldu. Vinnur hann nú í því að gera jeppann upp.

Bronco var fyrsti jeppi bandaríska bílaframleiðandans Ford og kom fyrst á götuna 1966. Fram til ársins 1977 var hann framleiddur sem meðalstór jeppi án lítilla breytinga á útliti. Jeppi Ólafs Jóhanns er tvennra dyra, sjálfskiptur og með átta strokka bensínvél. Frammi í bílnum eru tveir körfustólar en aftur í þriggja manna bekkur sem settur var í hér þegar bíllinn var nýr.

Sjá viðtal við Ólaf Jóhann og umfjöllun um endurbætur á bíl þesseum á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert