200% aukning á skólpsorpi

„Það sem við erum að finna eru eyrnapinnar og mikið af blautklútum,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar, en starfsmenn gengu fjöruna í Bakkavík á Seltjarnarnesi í dag og tíndu rusl. Í fjörunni mældist 200% aukning á sorpi úr skólpi á milli áranna 2016 og 2017 sem má rekja til bilunar í skólphreinsistöð í Faxaskjóli.

100 metra strandlína er tekin og hreinsuð fjórum sinnum á ári með þessum hætti þar sem ruslið er flokkað og skrásett. Verkefnið er hluti af OSPAR-samningnum um verndun NA-Atlantshafs. Árið 2016 mældist rusl úr skólpi 19% á þessum stað en árið 2017 var það orðið 57%. 

OSPAR er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins sem Ísland hefur staðfest. Með vöktuninni uppfyllir Ísland hluta af aðgerðaáætlun OSPAR, um að draga úr skaðsemi úrgangs í hafi og á ströndum.

mbl.is fylgdist með hreinsunarstarfinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert