Kom ekki nálægt Veggnum.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Ég kom ekkert að stofnun vefsíðunnar Veggsins og bauðst aldrei til að greiða fyrir síðuna eða fréttir á henni né var ég beðinn um það,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag um frétt Ríkisútvarpsins í gær þar sem hann segir að gefið sé í skyn að hann hafi komið að vefsíðunni Veggurinn.

Vefsíðan hafi að vísu verið oft á sömu línu og Sigmundur og Framsóknarflokkurinn á þeim tíma í stórum málum. Til dæmis varðandi erlendu vogunarsjóðina. Síðan hafi einnig verið gagnrýnin á Ríkisútvarpið sem hann segir líklega skýringuna á fréttinni. Hins vegar hafi hann komið að vefsíðunni Panamaskjölin.is sem hann hafi margoft greint frá.

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem fyrirtækið Forysta tapaði dómsmáli gegn Framsóknarflokksins vegna vinnu sem það taldi sig hafa innt af hendi fyrir flokkinn. Sú vinna snerist meðal annars um að halda úti vefsíðunni Panamaskjölin.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert