Björgvin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Rósa Guðbjartsdóttir og Björgvin Halldórsson.
Rósa Guðbjartsdóttir og Björgvin Halldórsson. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann var sæmdur nafnbótinni í Hafnarborg fyrr í dag.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, veitti honum viðurkenninguna en athöfnin var liður í hátíðinni Björtum dögum sem var sett í Hafnarfirði í morgun.

„Nú er ég loksins búinn að meika það,” sagði Björgvin þegar hann tók við verðlaunum, að því er segir í tilkynningu.

Hann þakkaði samferðamönnum sínum í tónlistinni, bæjarstjórninni og öðrum sem komu að því að útnefna hann innilega fyrir.

Björgvin sagðist hræður og þakklátur og þótti vænt um að samferðafólk sitt sæmdi hann slíkri nafnbót. Þá sagðist hann hafa komið víða og leyft sér að búa um stutta hríð annarsstaðar í en í Hafnarfirði en enginn bær komist með tærnar þar sem Hafnarfjörður er með hælana. Uppskar hann mikið lófatak gesta sem voru viðstaddir.

Björgvin er fæddur í Hafnarfirði og hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Bendix og síðan tók við sannkallað ævintýri með hljómsveitum á borð við Flowers, Ævintýri, Brimkló, Changes, HLH flokknum og fleiri.

Hann hefur tekið upp fleiri hundruð lög á ferlinum sem nú spannar hálfa öld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert