Strokufangi handtekinn í gær

Úr húsnæði Verndar.
Úr húsnæði Verndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms.

Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun, samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag. Ekki var auglýst eftir Mikael í fjölmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert