Þurfti að leysa málið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það var einfaldlega nauðsynlegt að stíga inn með leiðir til lausnar og það tókst. Með samningsvilja sjálfstætt starfandi ljósmæðra og fulltrúa Sjúkratrygginga og með þessu innspili frá ráðuneytinu þá tókst að bræða þetta saman sem skipti miklu máli.“

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is en samningur liggur fyrir á milli sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um fyrirkomulag þjónustunnar sem gengið var frá í kvöld en ráðherra hjó á hnútinn með auknu fjármagni sem tryggir óbreytta þjónustu og hærri greiðslur til ljósmæðranna.

„Ég vona auðvitað líka að þetta hjálpi líka til við að losa hnútinn í heildarmyndinni,“ segir Svandís ennfremur og vísar þar til kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert