Mælt með Útnesjabyggð

Sveitarfélagið Garður.
Sveitarfélagið Garður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Meðal annars er vísað til þess að íbúarnir hafi verið kallaðir Útnesjamenn.

Nafnanefnd og undirbúningsstjórn sameiningar sveitarfélaganna hefur ákveðið að greiða atkvæði um fimm nöfn. Atkvæðagreiðsla um nöfnin fimm verður rafræn og hefst í byrjun maí. 

Auk Útnesjabyggðar eru það nöfnin Heiðarbyggð, Nesjabyggð, Suðurbyggð og Ystabyggð. Þótt Örnefnanefnd mæli sérstaklega með Útnesjabyggð leggst hún ekki gegn hinum nöfnunum en þykir þó Suðurbyggð og Nesjabyggð ekki sérkennandi fyrir byggðarlagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert