Ekki vera fávitar

Karl Th. Birgisson er efsti maður á Kallalistanum
Karl Th. Birgisson er efsti maður á Kallalistanum Ómar Óskarsson

Margir hafa eflaust haldið að Kallalistinn væri eitthvað grín en svo er ekki, að sögn Karls Th. Birgissonar, efsta manns á lista. Honum er alvara, þótt hugmyndin að framboðinu hafi verið grín til að byrja með. „Þetta byrjaði sem brandari á milli nokkurra Kalla á Facebook. Okkur þóttu þessi framboð sem voru komin fram og okkur fannst þetta allt svo yfirgengilega leiðinlegt og flatt. Svo komu stefnumálin og þá var þetta nú enn verra en við áttum von á og þá hætti þetta að vera brandari og fólk fór að hafa samband,“ segir Karl.

Karl er sjálfur í efsta sæti og Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, er í öðru sæti. Hann segir að það vanti ekki stefnumálin. „Stefið er ekki vera fávitar, sem er stolið frá Eistnaflugi, sem er ofbeldisminnsta útihátíð landsins. Svo er það burt með plastið, sem er reyndar tilvísun í lag með pönkhljómsveitinni Rass.“

Af öðru má nefna óháða greiðslumiðlun, þak á húsaleigu og afnema gjaldtöku í skólakerfinu. 

Hægt er að hlusta á spjallið við Karl hér og svo er hægt að hlusta á allan þáttinn á K100.is. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert