Píratar „mígleki“ upplýsingum til Stundarinnar

Ásmundur segir samstarf Pírata og stundarinnar minna á Baldur og …
Ásmundur segir samstarf Pírata og stundarinnar minna á Baldur og Konna. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir það óðs manns æði að ætla sér að ræða trúnaðarmál í velferðarnefnd á meðan ekki er hægt að halda trúnað á tölvupósti á milli nefndarmanna, án þess að hann birtist í Stundinni. Segir hann formann nefndarinnar, Halldóru Mogensen, rúna trausti og sakar hana og samflokksmenn hennar í Pírötum um að „mígleka“ upplýsingum innan úr þinginu til Stundarinnar. Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu.

Vísar Ásmundur til þess að hann hafi sent formanni velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, tölvupóst síðastliðinn föstudag þar sem hann ítrekaði að hann kæmi ekki á fund nefndarinnar á mánudag vegna persónulegra erinda í útlöndum. En boðað var til fundarins vegna fréttar Stundarinnar af því að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði hlutast til í barnaverndarmáli í Hafnarfirði.

­„Ég notaði póst sem formaðurinn sendi nefndinni og svaraði til baka. Það er skemmst frá því að segja að það leið örskammur tími frá því að ég sendi svarið á nefndina að tölvupósturinn frá mér til nefndarmanna birtist óbreyttur á vef Stundarinnar.“ Við færsluna hengir Ásmundur svo hlekk á frétt Stundarinnar þar sem vísað er í áðurnefndan tölvupóst.

„Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks,“ segir í póstinum.

Ásmundur segir grafalvarlegt ef formaður velferðarnefndar blandar þingflokknum inn í …
Ásmundur segir grafalvarlegt ef formaður velferðarnefndar blandar þingflokknum inn í tölvupósta nefndarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmundur segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að Halldóra hefði bætt þingflokki Pírata inn í tölvupóstsendingar sem einungis áttu að vera á milli nefndarmanna.

Það er auðvitað grafalvarlegt mál að formaðurinn sé að blanda þingflokki Pírata inn í tölvupóstsendingar nefndarinnar sem míglekur upplýsingum úr þinginu til Stundarinnar eins og nú hefur sannast. Þarna kom i ljós sem margir hafa talið rökstuddan grun um að Píratar séu í beinu sambandi við Stundina og ganga erinda miðilsins á Alþingi og fyrir vini og vandamenn. Í þeirri orrahríð sem gengur yfir félagsmálaráðherra og Braga Guðmundsson má vart á milli sjá hvor er fljótari með fréttirnar, þingmenn Pírata eða Stundin og samstarfið minnir á þá félaga Baldur og Konna sem töluðu einum rómi búktalarans.“

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert