Ræða þarf opinskátt um kjarastefnu

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir að verkalýðshreyfingin þurfi að ræða opinskátt og komast að niðurstöðu um það hvort fylgja eigi sömu kjarastefnu og verið hefur eða hverfa aftur til stefnunnar sem var fyrir þjóðarsáttarsamningana árið 1990.

Í 1. maí ávarpi í veftímariti ASÍ, Vinnunni, segir Gylfi Arnbjörnsson frá sinni sýn á kjarabaráttu síðustu áratuga; annars vegar á þrjátíu ára tímabili fram til þjóðarsáttarsamninganna árið 1990 og hins vegar á tímabilinu eftir þá sem enn stendur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi einfalt að bera þessi tvö tímabil saman. Fyrra tímabilið hafi einkennst af ólgu og átökum þar sem verðbólga lék aðalhlutverk í afkomu fólks og starfsskilyrðum atvinnulífsins. Kjörin stóðu nánast í stað eða versnuðu þrátt fyrir miklar prósentuhækkanir launa. Á seinna tímabilinu er stöðugleiki og lítil verðbólga í fyrirrúmi. Lífskjör hafi batnað umtalsvert á seinna tímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert