Íbúar noti hjól til jafns við bifreið

Furugerði. Fyrirhugað fjölbýli við Bústaðaveg í Reykjavík.
Furugerði. Fyrirhugað fjölbýli við Bústaðaveg í Reykjavík. Teikning/Arkís

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg telur nýja íbúa í Furugerði munu „geta nýtt reiðhjól sem samgöngumáta, til jafns við bifreið, þar sem breytingar á Grensásvegi hafa leitt til betra aðgengis fyrir reiðhjól“.

Tilefnið er gagnrýni íbúa í Furugerði á fyrirhugaða þéttingu byggðar við götuna. Málið varðar áform um að byggja allt að 37 íbúðir á lóðinni Furugerði 23 við Bústaðaveg en þar var lengi gróðrarstöðin Grænahlíð. Fram kemur í bréfi borgarinnar til íbúa að „strangt til tekið [sé] möguleiki á að fara upp í allt að 49 íbúðir á þessum reitum án þess að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur“.

Lára Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði, segir ekki hægt að túlka ofangreint bréf borgarinnar á annan veg en að þar sé því hótað að byggja 49 íbúðir í stað þeirra 4-6 íbúða sem aðalskipulag gerir ráð fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert