Treystir reglum réttarríkisins

Bragi sést hér koma til fundarins í morgun.
Bragi sést hér koma til fundarins í morgun. mbl.is/Valli

„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri til að útskýra þessi mál eins og þau blasa við mér,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, við mbl.is, að loknum lokuðum fundi með Velferðarnefnd Alþingis.

Bragi var boðaður á fund nefndarinnar í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar þar sem fram kemur að Bragi hafi haft óeðlileg afskipti af máli sem var til meðferðar hjá barnavernd Hafnarfjarðar.

Bragi gerðist ekki brotlegur við lög en fór út fyrir starfssvið sitt í málinu, samkvæmt niðurstöðu skrifstofu félagsþjónustu í byrjun febrúar. Bragi segir að það sé víðsfjarri að hann hafi farið út fyrir sitt starfssvið.

Ég fór vel yfir það með nefndarmönnum. Síðan er það þeirra að meta hvort þau kaupi þær skýringar eða ekki, það er enginn dómari í sjálfs síns sök.“

Hann telur sig eiga fullt erindi sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna næstu fjögur ár. „Þetta hefur engin áhrif á það. Við búum í réttarríki og það verður að sýna fram á einhverja sök áður en slíkar ákvarðanir eru teknar. Ég treysti á reglur réttaríkisins í þessu máli,“ sagði Bragi.

„Ég myndi fagna ef óháð úttekt yrði gerð á mínum embættisverkum eins og ég hef kallað eftir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert