Mótmæla breytingum á lögum um stjórn fiskveiða

Strandveiðibátar á sjó. Mynd úr safni.
Strandveiðibátar á sjó. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons

Fjarðalistinn, listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, mótmælir harðlega nýlegum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem snúa að strandveiðum að er fram kemur í ályktun sem listinn sendi frá sér.

Leyfilegum afla sé ekki lengur skipt á milli svæða og mánaða eins og verið hefur. „Eðlilegra hefði verið að hefja ekki strandveiðar á sumum svæðum (til dæmis við Austfirði) fyrr en í júní en leyfa þess í stað veiðar í september,“ segir í ályktuninni.

Skorar Fjarðalistinn á Alþingi að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða „eins fljótt og mögulegt er. Mikilvægt er að fara varlega í allar lagabreytingar sem geta orðið til þess að sjómönnum og fjölskyldum þeirra sem stunda strandveiðar sé mismunað vegna búsetu.“ Lagabreytingin sé heldur ekki í anda sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segi að mikilvægt sé að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir og viðhalda fjölbreytni í vaxtamöguleikum til að tryggja afkomuöryggi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert