Mengandi stóriðja tilheyri sagnfræði

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hóf ársfund Umhverfisstofnunnar á ávarpi en fundurinn fer fram á Grand hóteli. Yfirskrift fundarins er: Hvernig verður stefna að veruleika? - raunhæfar leiðir til árangurs.

„Góðan daginn á þessum „sumardegi,““ sagði ráðherra glottandi þegar hann steig upp í pontu og gerði gæsalappir með puttunum til að undirstrika hæðnina á meðan blindbylur gengur yfir höfuðborgarsvæðið.

Ráðherra sagði að starfsemi Umhverfisstofnunar væri umfangsmikil og gríðarlega mikilvæg. Hann hefði komið þangað í heimsókn fyrir skömmu, til að kynna sér starfsemina betur, og það var að hans sögn áhugaverð og góð heimsókn.

Lærum af United Silicon

Guðmundur benti á að mikilvægt væri að læra af hlutunum og tók þar kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík sem dæmi. „Það þarf að vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirvirkni. Ég vona að tími megnandi stóriðju á Íslandi tilheyri brátt sagnfræðinni,“ sagði Guðmundur.

Hann sagði fjármálaáætlun ríkisstjórnirnar til næstu fimm ára endurspegla áherslur stjórnarsáttamálans og sagðist sjálfur hafa beitt sér fyrir því að fá fjármuni sem nota eigi í langtímastefnumótun í loftslagsmálum. „Slík stefnumótun snýst í grunninn um að breyta hugarfari og neyslumynstri okkar allra.“

Guðmundur talaði um að stefnt væri að hringrásarhagkerfi en það skipti miklu máli að sem minnstur úrgangur myndist. „Hagkerfið dregur úr ofneyslu og við förum að líta á úrgang sem auðlind,“ sagði ráðherra.

Plast, plast, plast. Óþarfa notkun plasts heyri sögunnar til fljótlega og plast er ein af áskorun framtíðarinnar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann muni bráðlega skipa samráðsvettvang um aðgerðaáætlun um plastmengun, hvernig megi draga úr henni og minnka plastmengun í hafi.

Náttúruvernd mun skipa stóran sess

„Náttúruvernd mun skipa stóran sess á kjörtímabilinu. Ráðist verði í átak í friðlýsingum og þjóðgarður skipaður á miðhálendi Íslands. Þjóðgarðar skila ekki bara tekjum í þjóðarbúið, heldur líka til hinna dreifðu byggða.

Guðmundur ræddi einnig stuttlega lokanir svæða en til að mynda var svæði meðfram Fjaðrárgljúfri lokað í vor. Hann sagði að í fjármálaáætlun kæmi fram að framlög til náttúruverndar yrðu aukin um sjö milljarða á næstu fimm ára. Hluti af því væri í heilsárslandvörslu en eftir því hafi lengi verið kallað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert