„Við erum að fara fram á leiðréttingu“

Samninganefnd ljósmæðra á fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hjá …
Samninganefnd ljósmæðra á fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, er önnur frá vinstri. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk á fimmta tímanum en að sögn formanns samninganefndar ljósmæðra kom ekkert nýtt fram á fundinum. Nýr fundur er boðaður 16. maí.

„Við lögðum fram gögn, okkar kröfur og rökfærslu. Samtalið var ágætt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, við mbl.is.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um helgina að kröf­ur ljós­mæðra séu um tutt­ugu pró­sent­um hærri en það sem ríkið er reiðubúið að semja um og að ekki sé hægt að hækka laun ljós­mæðra marg­falt meira en laun annarra hópa.

„Ég veit ekki hvaðan fjármálaráðherra hefur sínar tölur eða upplýsingar. Það eina sem hefur verið sett á borð er 4,21% hækkun. Það er ekkert sem ber í milli því þetta er það eina sem hefur komið fram frá þeim,“ segir Katrín og bætir við að það sætti ljósmæður sig ekki við.

„Við erum að fara fram á leiðréttingu á launasetningunni.

Ní­undi samn­inga­fund­ur ljós­mæðra og rík­is­ins hófst hjá rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 15. Ljós­mæður mættu til fund­ar­ins klædd­ar bol­um sem á stóð „Eign rík­is­ins“.

Næsti fundur í deilunni fer fram eftir rúmlega viku.
Næsti fundur í deilunni fer fram eftir rúmlega viku. mbl.is/Árni Sæberg

Mál­inu var vísað til rík­is­sátta­semj­ara 5. fe­brú­ar síðastliðinn og hef­ur lítið þokast áfram í viðræðum deiluaðila. 

„Við ætlum að hafa vinnudag og reifa aðeins hvort það sé hægt að finna einhverjar útfærslur eða kosti. Það er samtal í gangi og við vonum að eitthvað nýtt komi til og við verðum boðaðar á fund fyrir 16. maí,“ segir Katrín.

Ljósmæðrum var sýndur stuðningur fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara meðan á …
Ljósmæðrum var sýndur stuðningur fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara meðan á fundi stóð í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert