Lýsir áhyggjum vegna ákvörðunar Trumps

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsir yfir áhyggjum sínum af ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að draga land sitt út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. 

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Guðlaugs Þórs. Hann áréttar ennfremur að ísland styðji allar diplómatískar tilraunir til þess að viðhalda samkomulaginu.

Kjarnorkusamkomulagið við Íran var undirritað árið 2015 og felur í sér að dregið er úr refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að þarlend stjórnvöld hætti tilraunum til þess að koma sér upp kjarnavopnum tímabundið.

Trump hefur ítrekað gagnrýnt kjarnorkusamkomulagið sem undirritað var af forvera hans í embætti, Barack Obama, og lýst yfir vilja sínum til þess að rifta því. Leiðtogar Evrópuríkja hafa hins vegar lagt áherslu á mikilvægi þess að viðhalda því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert