40-50% hækkun kaupmáttar lægsta taxta frá 2013

Kaupmáttur lágmarkstaxta 1906 til 2017.
Kaupmáttur lágmarkstaxta 1906 til 2017.

Harðar deilur eru innan verkalýðshreyfingarinnar vegna myndbandsins sem ASÍ birti um baráttuaðferðir og þróun kaupmáttar launa á umliðnum áratugum. Formaður VR boðar vantraust á forseta ASÍ vegna málsins og hann og fleiri verkalýðsformenn gagnrýna framsetninguna harðlega.

Nákvæmt yfirlit yfir lágmarksdagvinnutaxta í almennri verkamannavinnu frá ári til árs er að finna hjá Hagstofu Íslands, sem nær yfir allt tímabilið frá árinu 1906 til 2017 og jafnframt útreikning á kaupmætti lágmarkstaxta fyrir hvert ár allt þetta 111 ára tímabil.

Þar má sjá að kaupmáttur lægstu launa hefur sveiflast verulega í gegnum tíðina en frá 1994 til dagsins í dag hefur hann aukist meira en dæmi eru um hér á landi alla seinustu öld. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur lágmarkstaxta verkafólks hækkað um 40-50%.

„Ég get ekki séð önnur markmið fyrir kjarabaráttu en að fá raunverulegar kjarabætur,“ segir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, og bætir við að raunverulegar kjarabætur snúist um það að fá aukinn kaupmátt. Í gegnum tíðina hefur íslenska krónan tapað miklu af sínu verðmæti vegna verðbólgu og það er algerlega gagnslaust að fá krónur í vasann sem þú getur ekki keypt neitt fyrir,“ segir Ásgeir og kveðst ekki átta sig á þessari umræðu að undanförnu því hann fái ekki séð að neitt annað geti verið í spilunum þegar staðið er í kjarabaráttu en að fá aukinn kaupmátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert