Segir kjólamál á Hard Rock storm í vatnsglasi

Hard Rock Cafe í Reykjavík.
Hard Rock Cafe í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta mál er bara leyst, þær sem vilja alls ekki vinna í kjól geta fengið að vera í skyrtu og buxum, eins og hefur alltaf verið,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Café á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið um kvartanir frá Eflingu vegna tilmæla um að kvenkyns starfsmenn staðarins klæddust kjólum, og segir málið storm í vatnsglasi.

„Ég vil að það komi skýrt fram að frá opnun staðarins hefur aldrei verið um það að ræða að starfsmenn væru skyldaðir í kjóla, það hefur alltaf verið val, jafnvel þótt stefna Hard Rock Café sé að kvenkyns starfsmenn séu í kjólum,“ segir Stefán.

Stefán gagnrýnir vinnubrögð Eflingar sem hann segir hafa farið offari í málinu. Enginn hafi haft samband við sig frá Eflingu, áður en félagið sendi honum kröfubréf og birti harðorða fréttatilkynningu um málið á vef sínum svo að málið blés upp í fjölmiðlum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert