Leita að manni í Ölfusá

Ölfusá.
Ölfusá. mbl.is/Sigurður Bogi

Leit hefur staðið yfir í nótt að manni sem er talinn hafa stokkið út í Ölfusá laust eftir klukkan þrjú í nótt.

Lögreglan á Suðurlandi kallaði út björgunarsveitir á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er maðurinn ófundinn en það sást til hans fara í ána. Aðstæður hafa verið erfiðar, hvasst í veðri og mikið vatn í ánni.

Leitað hefur verið upp og niður með henni og á bökkum hennar. Björgunarbátar hafa siglt eftir ánni.

Leitinni verður haldið áfram í dag.

Að sögn Landhelgisgæslunnar var þyrlan TF-GNA send á staðinn en hún er komin til baka og ekki stendur til að hún fari aftur að Ölfusá í bili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert