Vilja undirbúa Mars-leiðangur á Íslandi

Dr. Jennifer Heldmann útskýrði tilgang þeirra rannsókna sem vísindamenn NASA …
Dr. Jennifer Heldmann útskýrði tilgang þeirra rannsókna sem vísindamenn NASA vilja framkvæma á Íslandi. mbl.is/Arnþór

Rannsóknarteymi NASA kanna nú aðstæður á Íslandi fyrir rannsóknir sem ætlað er að skila þekkingu sem verður meðal undirstöðum könnunarleiðangra til annarra plánetna í framtíðinni. Þetta kom fram í máli dr. Jennifer Heldmann og dr. Darlene Lim frá NASA í fyrirlestri þeirra í Háskóla Reykjavíkur í morgun.

Fyrirlestrar þeirra snérust um mannaðar geimferðir og könnunarleiðangra með notkun þjarka. Þær eru hér á landi á vegum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til þess að kanna aðstæður á Íslandi til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Gangi allt eftir áætlun geta vísindamennirnir hafist handa á næsta ári.

Heldmann sagði í erindi sínu að vísindamenn NASA hafa beðið lengið eftir því að koma til Íslands og að teymi þeirra er þegar byrjað að skoða aðstæður á Íslandi og vonir standa til að framkvæma rannsóknir í næstu misseri. Um er að ræða mjög fjölbreyttan hóp vísindamanna sem spanna alla þá þætti sem koma að könnunarleiðangrum NASA.

Rannsóknarhópurinn sem Heldmann og Lim tilheyra sjá um að framkvæma tilraunir með sama hætti og ef þær ættu sér stað á annarri plánetu. Notaðir eru þjarkar, starfandi er stjórnstöð og vísindamenn framkvæma rannsóknir með ýmsan búnað við erfiðar aðstæður eins og í Mojave eyðimörkinni, Suðurpólnum og nú stendur til að slíkar tilraunir fara fram á Íslandi.

Tilgangur tilrauna og rannsókna hópsins við erfiðar aðstæður á jörðinni er til þess að þróa aðferðir til þess að framkvæma rannsóknir á öðrum plánetum eða á tunglum. Lim sagði að það væri forgangsmál að rannsaka aðferðir sem gætu verið notaðar við leiðangra til Mars og það er ætlunin að framkvæma slíkar rannsóknir á Íslandi.

Íslenskar gjár til fyrirmyndar

Lim sagði að ekki bara væri verið að skoða hvernig hægt væri að framkvæma rannsóknir, einnig er hópurinn að rannsaka hvernig aðstæður hafa áhrif á ákvarðanatöku. Þá er hópurinn að þróa tækni sem á að hámarka afköst vísindamanna við þessar fyrrnefndu aðstæður.

Heldmann sagðist sérstaklega ánægð að sjá gil, sprungur og gjár á Íslandi sem hún sagði jarðfræðilega sambærilegar og þær sem finnast á Mars. ún tók sérstaklega fram Reynivallaháls og Esju-svæðið. Við þessar aðstæður vilja vísindamennirnir meðal annars prófa notkun dróna og einnig skoða jarðfræðlega samsetningu efna á þessum svæðum.

Esjan og svæðið í kring finnst vísindamönnum NASA áhugavert til …
Esjan og svæðið í kring finnst vísindamönnum NASA áhugavert til þess að framkvæma rannsóknir og tilraunir. mbl.is/Rósa Braga
Dr. Jennifer Heldmann útskýrði tilgang þeirra rannsókna sem vísindamenn NASA …
Dr. Jennifer Heldmann útskýrði tilgang þeirra rannsókna sem vísindamenn NASA vilja framkvæma á Íslandi. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert