Bíllinn sem breytti sögunni

Búið er að gera bílinn upp fyrir stóra daginn og …
Búið er að gera bílinn upp fyrir stóra daginn og hann stóðst skoðun nýlega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrir 50 árum keyrði Valgarð Briem af vinstri vegarhelmingi yfir á þann hægri vegna þess að Íslendingar höfðu þann dag, 26. maí 1968, tekið upp hægri umferð.

Á morgun mun Valgarð endurtaka leikinn, 50 árum síðar, á sama bíl. Nýr eigandi bílsins, Njáll Gunnlaugsson, hefur komið bílnum í gott stand með hjálp velunnara.

Bíllinn er af tegundinni Plymouth Valiant og er árgerð 1968. Saga bílsins er nokkuð sérstök. Eins og áður segir var hann í eigu Valgarðs Briem árið 1968 en minna er vitað um afdrif hans á milli þess sem bíllinn var í eigu Valgarðs og þangað til hann komst í hendur Njáls.

Sjá umfjöllun um tímamótabíl þennan á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert