Tafir á reglugerð um persónuvernd

Ný reglugerð ESB um persónuvernd, sem kom til framkvæmda í Evrópu 25. maí, verður ekki tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið fyrr en eftir að sameiginlega EES-nefndin hefur formlega lokið afgreiðslu málsins.

Það er ekki á dagskrá nefndarinnar fyrr en 6. júlí eins og fram hefur komið. Þar til gerðin hefur verið tekin upp í samninginn liggur ekki fyrir staðfesting á að íslensk persónuverndarlög uppfylli kröfur hinna nýju reglna.

Lögfesting reglugerðarinnar hér á landi í millitíðinni mun ekki sjálfkrafa breyta því. Tafirnar má rekja til viðræðna EFTA-ríkjanna og ESB sem hafa gengið hægar en vonast var til, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert