Sólin skín í Brúðubílnum

Aðstandendur Brúðubílsins í sumar.
Aðstandendur Brúðubílsins í sumar. mbl.is/Eggert

Brúðubíllinn er vorboði í hugum margra Reykvíkinga en hefð er orðin fyrir því að Brúðuleikhúsið mæti á götur borgarinnar í upphafi sumars.

„Þetta er orðin hálfgerð klassík hefur maður heyrt,“ segir Helga Steffensen, leikstjóri og brúðumeistari, sem snýr nú aftur með Brúðubílinn, 38. árið í röð.

Brúðubíllinn er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna þar sem krakkar eru hvattir til að syngja með og taka þátt. Sýningin er á vegum ÍTR og er ætluð bæði til skemmtunar og fræðslu, en inntak sýninganna snýr m.a. að því að vera góð við dýr og blóm og sérstaklega hvert við annað. Sýningin í ár heitir Lögin hans Lilla, þar sem hljóma munu sígild barnalög í flutningi hinna ýmsu brúða á borð við Lilla apa og trúðinn Dúsk.

Helga segir mikilvægt að börnin þekki lögin svo þau geti sungið með af lyst og þeim líði eins og þau taki fullan þátt í sýningunni. Brúðubíllinn er hugarsmíð Helgu en inn í sýninguna fléttast þekktar sögur og leikrit sem flest börn ættu að kannast við. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir sem hefur verið leikstjóri Brúðubílsins lengst af en alls koma fimm konur að sýningunni í ár.

Alltaf jafn skemmtilegt

Helga býr til brúðurnar, leikmyndina og handritin sem eru nú komin vel yfir fimmtíu. Hún á að baki langan feril með börnum en fyrir utan að hafa samið og flutt brúðuleikrit frá 1980 var hún umsjónarmaður Stundarinnar okkar í sjö ár, eða frá 1987 til 1994. Helga segir starfið alltaf jafn skemmtilegt enda umbunin ómetanleg, að fá að gleðja börnin, og nú foreldra þeirra einnig. „Við fáum til okkar mikið af yngri börnum þó þau séu yfirleitt á öllum aldri, er þetta oft fyrsta leikhúsferð þeirra og mikil upplifun. Skemmtilegt er að sjá nú marga fullorðna í áhorfendaskaranum sem virðast hafa jafn gaman af, enda margir þeirra upplifað sýningarnar sjálfir sem börn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert