Ódýrari bolir til sölu en treyjan jafn dýr

Nýi búningurinn var kynntur á Laugardalsvelli í mars.
Nýi búningurinn var kynntur á Laugardalsvelli í mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engar ódýrari landsliðstreyjur verða til sölu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi eftir átta daga. Rætt var um að barnatreyjan væri full dýr þegar nýja treyjan var sett í sölu í mars en strákarnir okkar spila í nýju treyjunum í Rússlandi.

Fullorðinstreyja kostar hjá flestum söluaðilum 11.990 en barnatreyjan 10.990. Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í mars að von væri á heilli fatalínu tengdri landsliðinu í aðdraganda HM. Þar yrðu ódýrari kostir, bæði í barna- og fullorðinsstærðum.

Ódýrasta stuðningsmannatreyjan.
Ódýrasta stuðningsmannatreyjan. Ljósmynd/Errea

Einhverjir kunna að hafa misskilið ummæli Þorvalds frá því í mars en ekki er um að ræða landsliðstreyjuna sjálfa, heldur boli tengda landsliðinu segir hann í svari við fyrirspurn mbl.is.

Ódýrasta stuðningstreyjan kostar 2.990 krónur en hún er blá og búið er að skrifa „Ísland“ með hvítu letri yfir bringuna. Einnig eru merki KSÍ og Errea á treyjunni.

Allar Errea vörur tengdar landsliðinu má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert