Borgarísjaki stefnir inn á Húnaflóa

Borgarísjakinn myndarlegi. Í honum má sjá rákir eftir vatn, frá …
Borgarísjakinn myndarlegi. Í honum má sjá rákir eftir vatn, frá þeim tíma er hann var áfastur Grænlandsjökli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafísspöngin sem hefur undanfarna daga verið rétt norðan af Hornströndum er aðeins 2,5 sjómílur frá Horni. Þetta sýnir ný ratsjármynd sem tekin var af gervi­hnetti Geim­vís­inda­stofn­un­ar Evr­ópu, en myndin er í heldur betri upplausn en fyrri myndir.

Á Facebook-síðu eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóps Há­skóla Íslands er bent á borgarísjaka sem haldi sínu striki og stefnir inn á Húnaflóa.

Blaðamaður mbl.is slóst í för með Landhelgisgæslunni fyrir helgi þar sem hafísspangirnar voru skoðaðar og má lesa nánar um það og sjá myndir í meðfylgjandi frétt:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert