Leiktæki fjarlægð vegna kvartana

Á körfuboltaspjaldið vantar körfu, en körfur á leiksvæðinu voru fjarlægðar …
Á körfuboltaspjaldið vantar körfu, en körfur á leiksvæðinu voru fjarlægðar fyrir skömmu. mbl.is/Valli

Skemmdarverk hafa aukist til muna eftir að leiktæki voru fjarlægð af lóð Breiðagerðisskóla, að sögn formanns foreldrafélags skólans, Örnu Rúnar Ómarsdóttur. Leiktækin sem um ræðir eru körfuboltakörfur og aparóla.

Í skriflegu svari frá Jóni Halldóri Jónassyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, kemur fram að „körfur og körfuboltaspjöld á velli við lóðarmörk voru tekin niður í kjölfar ítrekaðra kvartana um truflun á næturfriði“.

Arna segist ekki kannast við að íbúar í Fossvoginum hafi verið óánægðir vegna körfuboltakarfanna eða aparólunnar. „Ég hef aldrei heyrt neinar kvartanir yfir þessum leiktækjum og veit ekki hvaðan kvartanirnar koma,“ segir Arna í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert