Ríkisforstjórar reiðir kjararáði

Framtíð Kjararáðs gæti ráðist í dag.
Framtíð Kjararáðs gæti ráðist í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Gissur Pétursson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir kjararáð eiga að ljúka þeim málum sem enn eru á borði ráðsins áður en það verður lagt niður.

Kjaramál ríkisforstjóra heyra undir ráðið og segir Gissur að síðasta launahækkun ríkisforstjóra hafi verið fyrir þremur árum. Hann bendir á að fjölmörg önnur mál séu einnig ókláruð á borði kjararáðs.

„Ég veit að það bíða tugir erinda hjá ráðinu sem eru kannski jafnvel eins og hálfs árs gömul. Það er alveg með ólíkindum hvernig þetta stjórnvald hagar sér,“ segir Gissur í samtali við Morgunblaðið. Önnur umræða um lög um niðurfellingu kjararáðs er á dagskrá Alþingis í dag.

Gissur segir framhaldið óskýrt og að ekki sé vitað nákvæmlega hvernig verklag verður á óafgreiddum málum kjararáðs. „Það er ætlunin að þetta verði ákvörðunarefni kjara- og mannauðssýslu ríkisins en allt það verklag er alveg óklárað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert