Nálgast jarðlög sem geyma svartadauða

Rannsóknarhópurinn hafði í nógu að snúast í blíðviðrinu í gær …
Rannsóknarhópurinn hafði í nógu að snúast í blíðviðrinu í gær þegar dróni var settur á loft til að fanga mynd af stöðunni. Jafnt og þétt koma eldri jarðlög í ljós og í næstu viku mun klausturkirkjan líkast til koma úr jörðu. mbl.is/Ómar Valur Jónasson

Fornleifafræðingar færast nú nær því að komast niður á gólf hinnar fornu klausturkirkju sem reist var á Þingeyrum í kaþólskum sið.

Vonir standa til að í kirkjugólfinu eða við austurhlið kórs byggingarinnar finnist bein þeirra munka sem lifðu í klaustrinu og létust af völdum svartadauða í upphafi 15. aldar.

Heimildir herma að allir munkar klaustursins, utan einn, hafi dáið af völdum pestarinnar. Þá hafi ábóti klaustursins einnig látist af sömu sökum.

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, sem stýrir uppgreftrinum, segir að ný tækni geri vísindamönnum kleift að greina og rannsaka sjúkdóminn á grundvelli DNA-sýna sem aflað er úr jarðneskum leifum þeirra sem dóu af völdum svartadauða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert