Kostar samfélagið 15 milljarða á ári

Sýnileg löggæsla dregur úr ökuhraða á vegum úti
Sýnileg löggæsla dregur úr ökuhraða á vegum úti mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag.

Að sögn Berglindar Hallgrímsdóttur umhverfisverkfræðings er samfélagslegur kostnaður slysa gífurlega hár. „Ég hef reiknað út að heildarkostnaður slysa á árunum 2012-2016 sé alls 15 milljarðar á ári. Þá tökum við inn alla mögulega þætti, s.s. kostnað sveitarfélagsins og stjórnsýslu, t.d. inngrip lögreglu en einnig allan kostnað við slysið sjálft, þ.e. spítalavist, eignatjón, tryggingamál og svo framvegis. Inni í þessari tölu er því ekki aðeins kostnaður samfélagsins heldur einnig kostnaður einstaklingsins sem lendir í slysinu.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún jafnframt að ákveðnum slysum hafi farið fjölgandi á þessu tímabili „Við erum að sjá ákveðna tilhneigingu í slysunum en ákveðnir orsakaþættir hafa verið að færast í aukana; fleiri eru að aka yfir á rauðu ljósi til dæmis og slysum gangandi og hjólandi einstaklinga hefur einnig fjölgað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert