Reynslumiklir komast ekki að

Lögum samkvæmt er fólk með stúdentspróf í forgangi þegar sótt …
Lögum samkvæmt er fólk með stúdentspróf í forgangi þegar sótt er um í lögreglunáminu við HA. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er enn eitt dæmi þess hversu iðnnám á Íslandi er lítils metið,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag var Sveini Rúnari Gunnarssyni, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor, synjað um inngöngu í lögreglunám við Háskólann á Akureyri. Sveinn hefur lokið sveinsprófi í húsasmíði en þar sem lögreglunámið var nýlega fært upp á háskólastig nægði húsasmíðamenntun hans ekki til að fá inngöngu í lögreglunámið.

Þegar blaðamaður náði tali af Snorra hafði hann ekki heyrt áður um málið en sagði þó: „Það er í rauninni alveg fáránlegt að einstaklingur sem lokið hefur iðnnámi, eins og í þessu tilfelli sveinsprófi í húsasmíði, skuli ekki fá inni í þessu námi af því að hann er ekki með stúdentspróf af einhverri bóknámsbraut í framhaldsskóla.“

Sjá samtal við Snorra um þetta mál í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert