Flúið til sólarlanda á rigningarsumri

Skúraveður í Austurstræti. Mikið hefur rignt á höfuðborgarsvæðinu það sem …
Skúraveður í Austurstræti. Mikið hefur rignt á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það getur náttúrlega bara reynt á sálartetrið ef fólk hefur einhverjar væntingar gagnvart sumrinu sem bresta síðan.“ Þetta segir Kristján Helgi Hjartarson sálfræðingur sem er að sérhæfa sig í þunglyndi og kvíðaröskunum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl líðanar og dagsbirtu sem koma fram t.d. í skammdegisþunglyndi sem er algeng röskun á Íslandi. Skammdegið gæti raskað líkamsklukkunni sem hefur áhrif á boðefnaflutning í líkamanum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristján að rannsóknir bendi til þess veðrið eigi ekki endilega hlut í skammdegisþunglyndi en segir að það megi hugsa sér að það orsakist af samspili veðurfars og dagsbirtu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert