Framlag til villtar náttúru

Breski auðmaðurinn Jim Ratcliffe, sem nýverið keypti stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum, á jarðir í Þistilfirði og Vopnafirði og kemur þar að leigu laxveiðiánna Selár og Vesturdalsá, var fyrstur til að hefja veiðar í Selá í ár, ásamt börnum sínum.

Í samtali við blaðmann, eftir að fyrsta laxinum hafði verið landað, sagði Ratcliffe að markmið hans með jarðkaupum hér á landi væri að vernda landið og náttúruna, og ekki síst laxastofnana í ánum.

„Ég er svo lánsamur að geta gert þetta og það er framlag mitt til villtrar náttúru í heiminum,“ segir Ratcliffe. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert